Þjálfarar Knattspyrnuskóla Íslands

Viktor Unnar Illugason

Viktor hefur starfað sem þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik og Val síðustu ár og hefur komið að þjálfun í 6., 4, 3, og 2. flokk ásamt því að vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Val á þessu ári. Viktor hefur í gegnum árin tekið að sér einstaklingsþjálfun og afreksæfingar fyrir bæði einstaklinga og minni hópa í fótbolta.

Gestaþjálfarar fyrsta námskeiðs Knattspyrnuskóla Íslands

  • Danijel Dejan Djuric

    VÍKINGUR

    Danijel er leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Danijel fór ungur út í atvinnumennsku til Midtjyland í Danmörku áður en hann kom heim í Víking þar sem hann hefur slegið í gegn ásamt því að hafa spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og spilað 3 leiki fyrir A landslið Íslands.

  • Benoný Breki

    KR

    Benoný er leikmaður KR og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Benóny fór ungur í atvinnumennsku til Bologna á Ítalíu áður en hann kom heim til að spila með KR. Hann skoraði 10 mörk á sínu fyrsta tímabili með KR og er kominn með 16 mörk og í harðri baráttu um gullskóinn þrátt fyrir ungan aldur.

  • Ísak Snær

    BREIÐABLIK

    Ísak Snær er leikmaður Rosenborg í Noregi og er á láni hjá Breiðablik þetta tímabil. Ísak fór ungur til Norwich á Englandi í atvinnumennsku og spilaði úti með u21 liði Norwich ásamt því að spila með Fleetwood og St Mirren í skosku úrvalsdeildinni. Hann fer þaðan til ÍA áður en hann fer til Breiðabliks og verður þar Íslandsmeistari og er svo seldur til Rosenborg í Noregi.