Þjálfarar Knattspyrnuskólans

Viktor Unnar Illugason

Viktor hefur starfað sem þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik og Val síðustu ár og hefur komið að þjálfun í 6., 4, 3, og 2. flokk ásamt því að vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Val á þessu ári. Viktor hefur í gegnum árin tekið að sér einstaklingsþjálfun og afreksæfingar fyrir bæði einstaklinga og minni hópa í fótbolta.

Gestaþjálfarar jólanámskeiðs Knattspyrnuskólans

  • Glódís Perla Viggósdóttir

    BAYERN MUNCHEN

    Glódís er leikmaður og fyrirliði Bayern Munchen í Þýskalandi og er jafnframt fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Glódís er besti hafsent í heiminum í dag og var á dögunum í 22 sæti yfir bestu fótboltakonur í heimi. Glódís á 132 leiki fyrir A landslið Íslands og skorað í þeim 11 mörk.

  • Jón Dagur Þorsteinsson

    HERTHA BERLIN

    Jón Dagur er leikmaður Hertha Berlin í Þýskalandi. Jón Dagur fór ungur út til Fulham á Englandi og hefur síðan þá spilað vel í Danmörku og Belgíu áður en hann fer til Þýskalands. Hann er fastamaður í íslenska A landsliðinu og á í dag 42 landsleiki og 6 mörk.

  • Hlín Eiríksdóttir

    KRISTIANSTAD

    Hlín Eiríksdóttir var í Val, fór þaðan til Pitea en spilar í dag með Kristianstad í Svíþjóð. Hún skoraði 15 mörk í ár og lagði upp 4. Hlín var tilnefnd í valinu á framherja ársins í Damallsvenska og er eftirsótt meðal stærri liða í Þýskalandi og Englandi. Hlín varð Íslandsmeistari með Val árið 2019.

  • Logi Tómasson

    STROMSGODSET

    Logi Tómasson spilar með Strømsgodset í Noregi og hefur verið orðaður við lið i Belgíu. Logi er nýtilkominn í landsliðið og stimplaði sig rækilega inn á móti Wales þegar hann skoraði 2 mörk. Logi er einnig einn heitasti tónlistarmaður landsins.

Gestaþjálfarar fyrsta námskeiðs Knattspyrnuskólans

  • Danijel Dejan Djuric

    VÍKINGUR

    Danijel er leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Danijel fór ungur út í atvinnumennsku til Midtjyland í Danmörku áður en hann kom heim í Víking þar sem hann hefur slegið í gegn ásamt því að hafa spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og spilað 3 leiki fyrir A landslið Íslands.

  • Benoný Breki

    KR

    Benoný er leikmaður KR og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Benóny fór ungur í atvinnumennsku til Bologna á Ítalíu áður en hann kom heim til að spila með KR. Hann skoraði 10 mörk á sínu fyrsta tímabili með KR og er kominn með 16 mörk og í harðri baráttu um gullskóinn þrátt fyrir ungan aldur.

  • Damir Muminovic

    BREIÐABLIK

    Damir er leikmaður Breiðabliks og hefur verið einn besti hafsent deildarinnar síðustu 10 ár. Damir á að baki 6 landsleiki fyrir A landslið Íslands.