Næstu námskeið

Knattspyrnuskólinn verður með námskeið sem hefst þann 26. desember og stendur yfir í fimm daga. Hvert námskeið er einn klukkutími á dag fyrir hvern hóp. Við munum bjóða upp á tvo hópa: annar hópurinn er fyrir iðkendur í 6. og 5. flokki en hinn hópurinn er fyrir iðkendur í 4. og 3. flokki. Æfingarnar fara fram milli 10:30 - 11:30 og 11:30 - 12:30.

Námskeiðin verða haldin í Fífunni þar sem krakkarnir munu njóta æfinganna í frábæru umhverfi. Gestaþjálfarar á námskeiðinu eru stjörnur úr A landsliði Íslands; Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Hertu Berlin, Glódis Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen, Logi Tómasson, leikmaður Stromsgodsets og Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Kristianstads. Þau munu deila sinni reynslu og veita þjálfun sem mun hvetja leikmennina til dáða. Við hlökkum til að sjá ykkur á námskeiðinu!

Iðkendur í 6. flokk

19.950 kr.

26. - 30. desember

10:30 - 11:30

Iðkendur í 5. flokk

19.950 kr.

26. - 30. desember

10:30 - 11:30

Iðkendur í 4. flokk

19.950 kr.

26. - 30. desember

11:30 - 12:30

Iðkendur í 3. flokk

19.950 kr.

26. - 30. desember

11:30 - 12:30